Pskabing14s

Páskabingó 2014

Pskabing14sHið árlega páskabingó foreldrafélags Álfhólsskóla verður á laugardaginn kemur þann 5. apríl kl. 12-14 í sal Hjallamegin.  Mikið verður um páskaegg og margar umferðir spilaðar svo allir ættu að eiga góða von á vinningi. Á sama tíma verður 10. bekkur með kakó og vöfflusölu auk þess að vera með kökubasar þar sem fólk getur verslað sér tertur og bollaköskur með miðdegiskaffinu heima og um leið styrkt útskriftarferð 10. bekkinga í vor.
Bingóspjaldið kostar 400 kr. en þrjú spjöld keypt í einu kosta 1000 kr.  Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.
Posted in Eldri fréttir.