Upplestrarkeppnin hafin í Álfhólsskóla

Í dag var Stóra upplestrarkeppni Álfhólsskóla haldin á sal skólans.  Tíu krakkar úr 7. bekk kepptu til úrslita og 4 voru valdir til frekari æfinga.  Af þeim verða tveir valdir sem aðalmenn og tveir sem varamenn þegar líður að Stóru upplestrarkeppninni í Kópavogi sem verður 8. apríl.  Formaður dómnefndar sagði að erfitt hefði verið að velja fulltrúa skólans.   Svo jöfn var keppnin.  Þeir sem komust áfram voru Aníka Védís Björnsdóttir, Þorvaldur Tumi Baldursson, Lísa Björk Ólafsdóttir og Katrín Halldórsdóttir.  Umsjónarkennarar bekkjanna hafa staðið í ströngu  við þjálfun nemendanna með aðstoð annarra fram að þessu og er þeim þökkuð góð störf.  En Arnoddur Danks, leiklistarkennari, hefur verið fenginn til að þjálfa keppendurnar fjóra frekar svo að þeir verði sem best búnir undir aðalkeppnina.  Þá viljum við þakka dómurum,  Sólveigu Jóhannesdóttur, Ragnheiði Hálfdánardóttur og Sigríði Huldu Sveinsdóttur og kynni keppninnar Hjördísi Hrund Reynisdóttur fyrir þeirra framlag.  Hér eru myndir frá keppninni í Álfhólsskóla.

Posted in Eldri fréttir.