leikskoli

Innritun 6 ára barna skólaárið 2014 -2015

leikskoliInn­ritun 6 ára barna (fædd 2008) fer fram í grunn­skólum Kópa­vogs mánudaginn 3. mars og þriðjudaginn 4. mars. Sjá heimasíðu Kópavogs og heimasíður skólanna.  Auglýsing frá Kópavogsbæ.
Sömu daga fer fram inn­ritun nemenda sem flytjast milli skóla­hverfa og þeirra sem flytja í Kópa­vog eða koma úr einka­skólum.
Haustið 2014 munu skólar hefjast með skólasetningardegi föstudaginn 22. ágúst. Nánari upplýsingar eru á heimasíðum skólanna.

Sérstök athygli er vakin á því að um­sóknar­frestur um heimild til að stunda nám í einka­skólum eða grunn­skólum annarra sveit­ar­f­é­l­aga er til 1. apríl og skulu umsóknir berast grunnskóladeild menntasviðs rafrænt á eyðublaði í íbúagátt sem er á heimasíðunni www.kopavogur.is. Sækja þarf um að nýju fyrir nemendur, sem nú eru í slíkum skólum, ef gert er ráð fyrir að þeir verði þar næsta vetur.
Deildarstjóri grunnskóladeildar
Posted in Eldri fréttir.