Reglugerð

Mennta- og menningarmálaráðuneyti gaf út í október 2011 reglugerð um ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagsins í grunnskólum. 
Hún tekur til réttinda og skyldna aðila skólasamfélagsins í allri starfsemi á vegum skóla, skólabrags, samskipta í skóla, skólareglna og málsmeðferðar vegna brota á þeim. Reglugerðina má nálgast hér.

Í framangreindri reglugerð er í fyrsta sinn sett sérstakt ákvæði um fagráð í eineltismálum eins og lesa má nánar um í þessari frétt og á heimasíðunni  www.gegneinelti.is

Unnið hefur verið að innleiðingu reglugerðarinnar og m.a. settar ýmsar verklagsreglur og leiðbeiningar, bæði af hálfu ráðuneytisins og sveitarfélaga. Vakin er athygli á frétt sem nýlega var birt á heimasíðu ráðuneytisins með samantekt um slíkt, sjá nánar á þessari vefslóð http://www.menntamalaraduneyti.is/frettir/forsidugreinar/nr/7113

Í framangreindri reglugerð er í fyrsta sinn sett sérstakt ákvæði um fagráð í eineltismálum sem formlega var sett á laggirnar í mars sl. og kynnt fyrir skólasamfélaginu með frétt á heimasíðu ráðuneytisins, sjá http://www.menntamalaraduneyti.is/frettir/Frettatilkynningar/nr/6724

Í fagráðinu eru Arnheiður Gígja Guðmundsdóttir náms- og starfsráðgjafi, Páll Ólafsson félagsráðgjafi sem jafnframt er formaður ráðsins og Þórkatla Aðalsteinsdóttir sálfræðingur. Fagráðið hefur nú útbúið sérstakt eyðublað um vísun mála til ráðsins og er það aðgengilegt á heimasíðunni www.gegneinelti.is, sjá eyðublaðið:http://www.gegneinelti.is/fagradid/visun-mals?CacheRefresh=1

Fagráðið væntir þess að með eyðublaðinu verði auðveldara fyrir skólastjóra og foreldra að senda mál til fagráðsins, en þangað eiga ekki erindi önnur mál en þau sem ekki hefur náðst að leysa innan skóla eða sveitarfélags þrátt fyrir aðkomu allra hlutaðeigandi aðila í heimabyggð. Öll mál sem send verða til fagráðsins með hjálögðu eyðublaði verða skoðuð og metin og síðan tekin fyrir í fagráði að uppfylltum skilyrðum um málsmeðferð eða frekari gagna aflað. Hægt er að senda viðbótargögn vegna mála á netfangið gegneinelti@gegneinelti.isFagráðið mun síðan afgreiða öll erindi eins fljótt og auðið er í samræmi við eðli máls.

Posted in Eldri fréttir.