fadmlag

Alþjóðadagur gegn einelti í Álfhólsskóla

fadmlagÍ tilefni af Alþjóðadegi gegn einelti þá breyttum við til og létum gott af okkur leiða í dag.  Bekkirnir unnu með hvað við ættum sameiginlegt, við hrósuðum okkur, við hittum vinabekkina okkar, við bjuggum til keðju utan um skólann okkar og reyndar allt með jákvæðum samskiptum í forgrunni og sumir föðmuðu skólann sem er jákvætt.  Allir fengu armband með áletruninni Jákvæð samskipti. Flottur dagur hjá okkur öllum og við vonum að hann hafi kennt okkur að hafa jákvæð samskipti að leiðarljósi í framtíðinni. Hér koma nokkrar myndir af viðburði dagsins.

 

http://www.flickr.com/apps/slideshow/show.swf?v=122138

Posted in Fréttir.