leshjol

Læsi og lestrarhjól

leshjolÍ Álfhólsskóla er mikil áhersla lögð á lestur og lesskilning hjá nemendum okkar.  Lestrarhjólið er eitt af því sem hjálpar til að vinna með lestur og lesskilning.  Lestrarhjólið á því að auka skilning kennara, nemenda og foreldra á því hvernig hægt er að ná góðum árangri í lesskilningi.  Læsisverkefnið í Álfhólsskóla hófst síðasta haust og er á öðru ári.  Við erum farin að sjá árangur af því starfi en þegar hefur mörgum farið fram í lestri og lesskilningi. 

Foreldrafélag Álfhólsskóla ákvað að að færa nemendum skólans lestrarhjólið að gjöf og afhenti formaður foreldrafélagsins Karen Jenný Heiðarsdóttir nemendum lestrarhjólið föstudaginn 24. febrúar.  Það var ánægjuleg stund hjá okkur öllum. Hér eru myndir af þessum skemmtilega viðburði. 

Posted in Eldri fréttir.