horpuslag

Dagur barnabókarinnar

horpuslagAlþjóðlegur dagur barnabókarinnar er haldinn hátíðlegur 2. apríl ár hvert á fæðingardegi H.C. Andersen. Að þessu sinni ber daginn upp á laugardag og því mun IBBY á Íslandi halda upp á hann strax fimmtudag 31. mars þegar frumflutt verður smásaga eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur, Hörpuslag í öllum grunnskólum landsins. Útvarp allra landsmanna, Rás 1, mun annast miðlun sögunnar kl. 9:45. Það er höfundur sem les. Einnig gefst hverjum kennara möguleiki á að lesa söguna fyrir sína nemendur.

 

Hörpuslag er saga af systkinum sem eru á leiðinni í skólann þar sem á að lesa upp nýja íslenska smásögu fyrir alla grunskólanema á Íslandi. Á þeirri stuttu leið þurfa þau systkinin að glíma við ýmislegt og taka erfiðar ákvarðanir. Sagan spyr áleitinna spurninga og til að styðja kennara og nemendur fylgja sögunni hugleiðingar höfundar og eru þær mismunandi eftir aldri barnanna..

Tilgangurinn með sögunni er að fagna degi barnabókarinnar með notalegri sögustund og vekja um leið athygli á sameiningarmætti skáldskaparins. Með því að flytja söguna fyrir mörg þúsund lesendur í einu sé mögulegt að skapa bókmenntarumræðu sem nær til samfélagsins alls.

Ríflega 42.000 börn munu því hlusta á sömu sögu á sama tíma. Sagan, sem er skrifuð fyrir hlustendur á aldrinum 6-16 ára, verður flutt á Rás 1 og geta því allir sem vilja og hafa tök á lagt við hlustir. 

Góða skemmtun

Posted in Eldri fréttir.