heilsa

Heilsudagar í Álfhólsskóla

heilsaHeilsudagarnir í Álfhólsskóla tókust með afbrigðum vel.  Boðið var uppá tilbreytingu frá hinu hefðbundna skólastarfi.  Nemendur fengu á þessum dögum sérstaka dagskrá tengd heilsueflingu eða hollustu mismunandi eftir árgöngum.  Nokkrir hópar fóru á skauta, aðrir lærðu um skyndihjálp, sumir tóku þátt í Álfhólsskólaleikum og enn aðrir undirbjuggu árshátíð. Boðið var uppá danskennslu, nemendur grilluðu skógarbrauð og sætar kartöflur þannig að það höfðu allir eitthvað skemmtilegt við að vera.  Sjá má á þeim myndum sem teknar voru að nemendur og starfsfólk höfðu virkilega notið þessara heilsudaga.

Posted in Eldri fréttir.