hundraðdagahátíð

Hundraðdagahátíð

hundraðdagahátíðMánudaginn 31. janúar var haldin Hundraðdagahátíð í 1. bekk. Hundraðdagahátíð er haldin þegar börnin eru búin að vera hundrað daga í skólanum. Þá er unnið með töluna hundrað og eru til dæmis gerðar keðjur úr hundrað hlekkjum og hálsfestar úr hundrað perlum. Hápunktur hátíðarinnar er að telja sælgæti í kramarhús og borða það svo á meðan horft er á mynd eða farið í skemmtilega leiki. Myndir frá hátíðinni má sjá á myndasíðunni.

Posted in Eldri fréttir.