mjolk

4. bekkur heimsótti Mjólkursamsöluna

 

mjolkMánudaginn 24. janúar fór 4. bekkur í heimsókn í Mjólkursamsöluna. Fyrst sáum við gamlan mjólkurbíl og myndir og gamalt dót sem var notað til að búa til smjör og skyr. Síðan fórum við í sloppa skóhlífar og hárnet og fengum að fara inn í salina og sjá vélarnar.

Við sáum þegar var verið að pakka mjólk og íspinnum. Svo hittum við Lalla léttmjólk sem er töframaður, hann sýndi nokkur töfrabrögð t.d. að tveir litlir rauðir boltar verða að rauðri kanínu. Við fórum í risastóra kælinn og fengum líka að fara í frystinn. Á endanum fórum við í kaffistofuna og fengum mjólk, kex, kleinur og íspinna. Við vorum svo leyst út með sundpoka að gjöf. Þetta var mjög skemmtileg ferð og allir komu glaðir heim. Kennararnir tóku myndir í ferðinni sem er hægt að skoða á myndasíðunni.

  

Posted in Eldri fréttir.