Fagrabrekka

Börn úr leikskólanum Fögrubrekku í heimsókn

FagrabrekkaFöstudaginn 28. Janúar komu krakkar úr leikskólanum Fögrubrekku í heimsókn í tónmennt hjá 1. bekk. Þar var mikið sungið, dansað, hoppað og skoppað.  Asako tónlistarkennari í Fögrubrekku hefur komið og heimsótt okkur í tónmenntatíma 1. bekkjar í nokkur ár og alltaf verið jafn skemmtilegt að fá þessa kátu krakka í heimsókn. Krakkarnir á Fögrubrekku sungu hástöfum Þorraþræl og Stóð ég út í tunglsljósi ásamt fleiri skemmtilegum lögum og greinilegt að þar eru miklir söngfuglar og duglegir krakkar á ferð. Við sungum svo saman fleiri skemmtileg lög eins og Krúsilíus, dönsuðum Bjössa og Bingó og fengum skemmtilega karla úr töfraboxinu í heimsókn.  Tíminn var fljótur að líða og áður en við vissum af var kominn tími fyrir frímínútur og hádegismat. Nokkrar myndir voru teknar á meðan á heimsókninni stóð og má sjá þær á myndasíðunni.

http://www.flickr.com/apps/slideshow/show.swf?v=71649

Posted in Eldri fréttir.