Lestur og lestrarfærni

Lestur og lestrarfærni

Verkefnið „Læsi“ sem er unnið í samvinnu við Skólavefinn og fleiri grunnskóla er farið af stað í 2.- 7. bekk. Búið er að skipta í lestrarhópa innan árganga á yngsta stigi, þar sem unnið er með víxllestur, sögur og verkefni. Í lok nóvember fá foreldrar senda viðhorfskönnun þar sem þeir eru beðnir um að leggja mat sitt á verkefnið. Skapandi skrif er einn þáttur Læsisverkefnisins. Þau eru kennd í 3. – 7. bekk. Í skapandi skrifum vinna nemendur með ritun á fjölbreyttan hátt, s.s. gerð hugarkorta, bæði við sögugerð og heimildarvinnu og gerð eigin sögubóka.

Posted in Lestur og lestrarfærni.