Up and sing

Up and Sing

Up and sing

Vikuna 18. – 22. október fóru Rúna Björk Þorsteinsdóttir, umsjónarkennari 10.RÞ og Sigríður Bjarnadóttir, umsjónarkennari 9.SB ásamt 6 nemendum úr 10. bekk til Thouars í Frakklandi.  Heimsóknin var hluti af Comeniusarverkefni sem skólinn tekur þátt í ásamt nemendum og kennurum úr þremur öðrum skólum, í Frakklandi, Noregi og Spáni. Verkefnið heitir Up and Sing og fjallar um unglinga, menningu, tónlist og tungumál. 
Í Frakklandi unnu nemendur  m. a. að því að semja texta og tónlist. Sú vinna verður síðan hluti af lokaverkefninu,  söngleik,  sem settur verður  upp í Noregi í maí næstkomandi. Ferðin heppnaðist í alla staði vel og nemendurnir okkar stóðu sig með  mikilli prýði og voru sjálfum sér og skólanum til sóma. Hér eru myndir úr ferðinni.  

http://www.flickr.com/apps/slideshow/show.swf?v=71649

 

„Up and sing“ hópurinn til Segovía á Spáni

Þann 23. – 29. nóvember var farið með 5 nemendur úr 9. bekk Hjallaskóla til Segóvía á Spáni. Nemendurnir heita Björn Dagur Bjarnason, Heiðrún Möller, Magnús Jensen, Stefanía Eir Einarsdóttir  og Tinna Björk Pálsdóttir. Þar unnu þau að hinum ýmsu verkefnum ásamt nemendum frá hinum þátttökulöndunum. Ferðin var í alla staði mjög vel heppnuð og móttökur Spánverjanna til fyrirmyndar.  Næsti fundur verður á Íslandi í maí og tökum við að sjálfsögu jafnvel á móti þeim stóra hópi og kynnum okkar land og menningu á sama hátt. Seinni veturinn verður farið ásamt 5 nemendum til Thouars í Frakklandi í október og lokaferðin verður svo til Noregs þar sem að settur verður upp söngleikur og afrakstur verkefnisins sýndur. Þess má geta að sjónvarpsstöðin TV2 í Noregi fylgist með öllum fundunum og tekur upp efni sem að síðan verður notað í sjónvarpsþátt um verkefnið.

 

Þegar hér er komið við sögu er búið að sameina Hjallaskóla og Digranesskóla í Álfhólsskóla.  Comeniusarverkefnið „Up and sing“ heldur áfram með sömu formerkjum og áður.  Núna í komandi viku er hópurinn að fara til Frakklands að hitta aðra kennara og nemendur.  Væntum við þess að við fáum að fylgjast með á þessari síðu enda verkefnið ærið skemmtilegt og viðfangsefnin krefjandi og gefandi.  Megi þau kynnast nýjum vinum og nýrri menningu í framandi landi.   

Up and sing.

Við í Hjallaskóla höfum fengið styrk til þátttöku í Comeniusarverkefninu „ Up and Sing“ til tveggja ára ásamt þremur skólum, frönskum, spænskum og norskum. Markmið verkefnisins er að hvetja nemendur til að tala og nota enska tungumálið m.a.í tónlist, dansi og leiklist.
Þátttakendur eru allir með ensku sem annað tungumál. Auk þess að þjálfast í ensku og móðurmálinu gefur þátttakan nemendum tækifæri til að kynnast öðrum tungumálum, menningu og sögu hinna þátttöku þjóðanna. Fyrir hönd Hjallaskóla eru það kennararnir Rúna Björk Þorsteinsdóttir og Sigríður Bjarnadóttir sem stýra verkefninu.
Valdir verða 4 – 5 nemendur úr 8. og 9. bekk tvisvar á ári til að vinna að verkefninu með okkur og fer vinnan fram í hópum, í samskiptum við hina skólana í gegnum tölvu og einnig förum við og hittum aðra þátttakendur í þeirra skólum og fáum þá í heimsókn til okkar.
Þannig verða tvær heimsóknir í vetur. Í nóvember förum við til Segovía á Spáni með 4-5 nemendur og í maí á næsta ári fáum við heimsókn hingað heim frá hinum skólunum. Seinni veturinn förum við ásamt 4-5 nemendum til Thouars í Frakklandi í október og lokaferðin verður svo til Noregs í maí 2011 þar sem að settur verður upp söngleikur og afrakstur verkefnisins sýndur.
Þeir nemendur sem að áhuga hafa verða að sækja um þátttöku með því að skila inn ritgerð um ákveðið efni og með rökum fyrir því af hverju við ættum að velja viðkomandi.
Hver nemandi fer aðeins einu sinni í ferð og gefur það fleiri nemendum tækifæri á að vera með. Flugfargjöld eru greidd og gista nemendur í heimahúsum.

Þeir sem að hafa áhuga á að taka þátt og eru tilbúnir að leggja á sig vinnu fyrir utan hefðbundið nám geta sótt um að vera með.

Þróunarverkefnið „Up and sing“

Hjallaskóli þátttakandi í Comeniusarverkefninu “ Up and sing“.
Tveir kennarar við Hjallaskóla þær Rúna Björk Þorsteinsdóttir og  Sigríður Bjarnadóttir hafa fengið styrk til þátttöku í Comeniusarverkefninu „ Up and Sing“ til tveggja ára ásamt  kennurum í þremur skólum, frönskum, spænskum og norskum.
Valdir verða  5 nemendur úr 8. og 9. bekk tvisvar á ári til að vinna að verkefninu með okkur og fer vinnan fram í hópum, í samskiptum við hina skólana í gegnum tölvu. Einnig förum við og hittum aðra þátttakendur í þeirra skólum og fáum þá í heimsókn til okkar. Þátttakendur eru allir með ensku sem annað tungumál. Auk þess að þjálfast í ensku og móðurmálinu gefur þátttakan nemendum tækifæri til að kynnast öðrum tungumálum, menningu og sögu hinna þátttöku þjóðanna.

———

Posted in Up and Sing.