Alþjóðaver

Alþjóðaver
Alþjóðaver Álfhólsskóla hefur verið starfrækt frá haustinu 1999 og hefur þjónað öllum grunnskólum Kópavogs. Við deildina starfar teymi sem sér um inntöku nýrra nemenda í alþjóðaverið. Fyrir hönd grunnskóla Kópavogs er það sérkennslufulltrúi Kópavogsbæjar ásamt stjórnendum og starfsliði Álfhólsskóla sem fylgir þessum málum eftir. Deildarstjóri alþjóðavers hefur yfirumsjón með allri faglegri vinnu og skipulagningu.
Markmið deildarinnar er að framfylgja lögum um grunnskóla þar sem segir að nemendur með annað móðurmál en íslensku eigi rétt á kennslu í íslensku sem annað tungumál. Nýbúakennslan er tímabundin kennsla, ýmist til lengri eða skemmri tíma, allt eftir þörfum hvers og eins. Að loknu námi í deildinni fara nemendur í sína heimaskóla og þeir sem eiga skólahverfi í Álfhólsskóla hefja þá nám í almennum bekkjum skólans. 
Posted in Nýbúadeild.