Útikennsla – Málun á striga

Myndmenntakennari og smíðakennari skólans fóru með nemendur sína í 7. bekk í Fossvogsdalinn.  Markmið útikennslunnar var að fanga nánasta umhverfi á striga sem þau smíðuðu í Hönnun smíði. Nemendur höfðu frjálst val um nálgun myndefnis en þurftu að rissa upp grunnmynd og notuðu því næst vatnsliti til málunar. Nokkur næðingur var og skýjað sem gerði myndirnar lítt bjartar en áhuginn var fyrir hendi og fannst nemendum gaman að mála og vinna úti í verkefni sem þessu.  Hér eru myndir úr vinnuferðinni okkar. 
Posted in Fréttir.