Grænfáni að húni í Álfhólsskóla

graenfani2Í dag fékk Álfhólsskóli Grænfánann afhentan í annað sinn á jafnmörgum árum. Fulltrúi Landverndar kom í heimsókn og var fáninn dreginn að húni af nemendum okkar og grænfánateymi skólans.  Virðuleg athöfn með örlítilli rigningu til að fríska andblæ okkar.  Farið var í skrúðgöngu yfir í Digranes þar sem fáni var einnig dreginn að húni.  Eftir athöfnina var haldin Vorhátíð skólans þar sem hoppukastalar, andlitsmálun, so you can dance og fleira skemmtilegt var í boði.  Pylsur voru grillaðar eins og von er vísa þegar uppbrotsdagar eru.  Til hamingju Álfhólsskóli með Grænfánann.  Hér eru nokkrar myndir af athöfn dagsins og vorhátíðinni.
Posted in Fréttir.