Nýjustu fréttir

Álfhólsskóli fjölmennasti grunnskólinn
Fjölmennasti grunnskóli landsins er Álfhólsskóli í Kópavogi sem varð til með sameiningu Digranesskóla og Hjallaskóla. Þar eru nú 732 nemendur.Aðrir fjölmennir skólar eru Lágafellsskóli (697), Árbæjarskóli (664), Rimaskóli (663) og Varmárskóli (661). Fámennasti grunnskólinn er Finnbogastaðaskóli á Ströndum þar sem 4 […]

Bekkjarfulltrúanámskeiðið
Bekkjarfulltrúanámskeiðið Glærur Helgu Margrétar og niðurstöður hópavinnu frá námskeiði fyrir bekkjarfulltrúa sem haldið var 2. febrúar sl. er komið inn á vefinn hjá okkur. Sjá nánar undir fundargerðir og spurt og svarað

6.JÞS í Þjóðmenningarhúsinu
Miðvikudaginn 23. febrúar fór 6. JÞS í heimsókn í Þjóðmenningarhúsið til að skoða sýningu um ævi og starf Jóns Sigurðssonar. Handritin voru skoðuð og fengu nemendur að skrá nöfn sín á skinn með fjaðurstaf. Ánægðir krakkar á flottri sýningu. Hér eru […]

Fótboltamót 7. bekkja í Fífunni
Fótboltamót 7. bekkja fór fram í Fífunni 22.02.2011. Álfhólsskóli tók að sjálfsögðu þátt og sendi bæði stráka- og stelpulið. Frammistaða krakkanna var með ágætum þó að flestir hefðu náttúrulega viljað ná í bikarinn. Við höfðum gaman að því að taka þátt […]

Kleinugerð í Heimilisfræði
Kleinur eru frábært kaffibrauð. Nemendur í heimilisfræðivali voru í dag að læra gera kleinur. Aldís Guðmundsdóttir kennari kenndi þeim trixin í bakstrinum. Að sjálfsögðu þarf að passa ýmislegt eins og t.d. að hnoða, fletja út deigið, skera deigið með kleinujárni, snúa, […]

Foreldraröltið
Foreldraröltið Samráðsfundur Samkóps um foreldrarölt í Kópavogi var haldinn 15. febrúar sl. Á hann mættu fulltrúar frá grunnskólunum, fulltrúi frá lögreglunni og frá félagsmiðstöðvunum. Sjá Samkóp. Þar kom m.a. fram að við í Álfhólsskóla erum að standa okkur nokkuð vel í […]