landnam6

Landnámshátíð 5. bekkja 1. júní.

landnam6Kæru foreldrar og aðrir aðstandendur nemenda í 5. bekk.
Miðvikudaginn 1.júní  heldur fimmti bekkur landnámshátíð. Hátíðin verður endapunktur landnámsþema skólaársins hjá umsjónarkennurum og í list- og verkgreinum. Allur 5. bekkur ætlar að skemmta sér saman í Kópavogsdalnum frá því að nemendur mæta í skólann kl. 8:30 og þar til farið er heim eftir kl. 13:20.
Við bjóðum ykkur hjartanlega velkomin í dalinn til okkar hvenær dagsins sem er. Einnig biðjum við ykkur að hjálpa krökkunum að klæðast HLÝJUM og EINLITUM fötum til þess að vera í undir búningunum sínum.

Þegar nemendur mæta í skólann klæðast allir sínum landnámsbúningum sem þeir hafa búið til í textílmennt. Þau breyta sér í persónurnar sem tilheyra hverjum búningi.

Svo verður farið í skrúðgöngu um hverfið og niður dal. Þar er grenndarskógur Álfhólsskóla og stórt útivistarsvæði þar sem áður hét Laufás, við enda Lækjarhjalla.
 
Í dalnum verða nokkrar stöðvar:

.       Leikir að fornum sið
.       Teymt undir krökkum á hestum.
.       Skartgripagerð og hnýtingar að fornum sið.
.       Bakað brauð að fornum sið.
.       Kveðnar stemmur og dansaður vikivaki.
.       Leikþættir.
       

Það væri gaman ef þið gætuð fengið hjálp barnanna ykkar við að útbúa búninga í landnámsstíl fyrir ykkur ef þið viljið falla vel inn í hópinn. Gamalt lak með gati í miðju og band um mittið gerir kraftaverk!

Við hlökkum mikið til hátíðarinnar og vonumst til að sjá ykkur sem flest.

Kennarar 5. bekkjanna

Þau sem eru í mat fá sent skyr og flatkökur úr mötuneytinu niður í dal.

Posted in Fréttir.