Starfsreglur um kosningu í skólaráð

Starfsreglur Foreldrafélags Álfhólsskóla um kosningu í skólaráð

1.      Stjórn foreldrafélagsins auglýsir eftir tilnefningum úr hópi foreldra/forráðamanna í skólaráð Álfhólsskóla. Tryggja skal að öllum foreldrum berist slík auglýsing. Auglýsinguna skal senda með tölvupósti eða sambærilegum hætti til allra foreldra og birta á heimasíðu skólans og foreldrafélagsins. Í auglýsingunni er hlutverk skólaráðs kynnt og að fulltrúar séu kosnir til tveggja ára í senn. Tilnefningum skal skilað til formanns foreldrafélagsins eða senda í tölvupósti á netfang foreldrafélagsins: ffalfhol@gmail.com. 

2.      Auglýsa skal eftir framboði foreldra í skólaráð í síðasta lagi viku fyrir aðalfund foreldrafélagsins. 

3.      Allir foreldrar/forráðamenn barna í Álfhólsskóla eru kjörgengir nema þeir séu kennarar eða starfsfólk skólans eða sitji sem kjörnir fulltrúar í skólanefnd Kópavogs

4.      Annar fulltrúi foreldra í skólaráði skal vera meðstjórnandi í stjórn foreldrafélagsins.

5.      Ef enginn gefur kost á sér þá leitar stjórn foreldrafélagsins eftir foreldrum til að gefa kost á sér. 

6.      Kosið er í skólaráð á aðalfundi foreldrafélagsins. Ef fleiri en einn er í kjöri skal kosið á milli frambjóðenda með leynilegri kosningu. 

7.      Skólaráðsfulltrúi skal kosinn til tveggja ára í senn en einungis kosinn einn fulltrúi ár hvert svo að báðir fulltrúar foreldra fari ekki úr skólaráðinu á sama tíma.
Varamenn skal kjósa í samræmi við það.. 

8.      Að öllu jöfnu skal miða við að fulltrúi foreldra sitji ekki lengur en fjögur ár samfellt í skólaráði. 

Samþykkt á aðalfundi foreldrafélagsins 17.maí 2011

Posted in Skólaráð.