Nýjustu fréttir
Marita í Álfhólsskóla
Heilir og sælir foreldrar og aðstandendur nemenda á unglingastigi Álfhólsskóla.Næstkomandi miðvikudaginn kemur Magnús Stefánsson í skólann með forvarnarfræðslu fyrir unglingadeildina gegn vímuefnum. Hann heldur jafnframt fund með foreldrum þar sem hann fer í gegnum svipuð atriði með þeim og nemendunum. Við hvetjum foreldra […]

Bangsadagur í Álfhólsskóla
Í gær var bangsadagur í Álfhólsskóla og því máttu nemendur og starfsfólk koma með bangsann sinn í skólann. Margir nýttu sér það og voru bangsarnir hæstánægðir með að fá að sjá skólann okkar. Mikið var spáð og spekúlerað um útlit og […]

5. KP í haustlitaferð á Þingvöllum
Hér eru myndir úr síðustu bekkjarferð 5. KP á Þingvelli um þar síðustu helgi sem bekkjarfulltrúarnir skipulögðu. Rigningin var góð enda allir vel klæddir fyrir góðan labbitúr um Lögberg og Nikulásargjá. Virkilega hressandi haustdagur í fallegu umhverfi fyrir þann fína hóp […]

Vetrarleyfi í Álfhólsskóla
Kæru nemendur og starfsfólk Álfhólsskóla.Vetrarleyfi verður í Álfhólsskóla mánudaginn 24. október og þriðjudaginn 25. október. Miðvikudaginn 26. október hefst kennsla samkvæmt stundaskrá að nýju. Að fara í frí endurnýjar sál og líkama.

Brunaæfing í Álfhólsskóla
Skipulögð brunaæfing var haldin í skólanum á miðvikudaginn. Fóru nemendur og starfsfólk því eftir rýmingaráætlun skólans. Tókst æfingin mjög vel í báðum byggingum og var rýmingartíminn mjög góður.

Á þjóðminjasafni
Nemendur 5.GK skelltu sér í heimsókn á Þjóðminjasafnið í vikunni. Ferðin er undirbúningur undir þátttöku í Landnáminu sem er þema 5.bekkinga í list- og verkgreinum með samvinnu umsjónarkennara. Hér eru myndir úr ferðinni.