Landnámshátíð

Landnámshátíðin var haldin á Víghól í blautu en mildu veðri í dag. Nemendur í 5.bekk hafa verið að vinna að samþættum verkefnum um landnám Íslands í samfélagsfræði, list- og verkgreinum. Landnámshátíðin er uppskeruhátíð þeirrar vinnu. Dagurinn hófst á skrúðgöngu frá Hjalla með viðkomu í Digranesi. Haldið var áfram göngunni á Víghól og við tók vinna í hópum. Ýmislegt skemmtilegt var í boði, m.a. að fara á hestbak og grilla á eldstæði. Nemendur létu vætuna ekki trufla sig og nutu dagsins í botn.

Posted in Fréttir.