Skólaslit og vorhátíð vorið 2022

Skólaslit Álfhólsskóla fyrir 1.til 9.bekk verða miðvikudaginn 8.júní.
Nemendur mæta í sínar umsjónarstofur kl. 12:30 og fá þar vitnisburð og eiga stund með umsjónarkennara. Skólaslit fara síðan fram kl.13:00 í íþróttahúsinu að Digranesi.
Að loknum skólaslitum mun vorhátíð foreldrafélagsins fara fram á svæðinu á milli íþróttahússins og yngri deildar skólans við Digranes og lýkur vorhátíðinni um kl.15:00.
Foreldrar eru velkomnir á skólaslitin. Á vorhátíðinni eru nemendur á ábyrgð foreldra/forráðamanna.
Nemendur í 9.bekk skólans munu sjá um aðstoð við foreldrafélagið á hátíðinni og grilla pylsur sem seldar verða á sanngjörnu fjáröflunarverði.
Pylsa – 300 kr
Pylsa og safi – 500 kr
Bæði verður tekið við peningum og kortum.
Allur ágóði af sölunni fer í ferðasjóð fyrir útskriftarferð þeirra á næsta ári.

Þar sem börnin eru á ábyrgð foreldra á vorhátíðinni vonumst við til að sjá sem flesta foreldra fagna komu sumarsins með okkur á miðvikudaginn og styrkja í leiðinni útskriftarnema næsta skólaárs.
Minni á að Álfhóll (frístund) er opin fyrir skólaslit og eftir vorhátíð fyrir þá nemendur sem þar eru skráðir.
Sumarkveðjur úr Álfhólsskóla,
stjórnendur.

Posted in Fréttir.