Ungt fólk – Kynning fyrir foreldra

Forvarnarstarf meðal unglinga í grunnskólum hefur verið mjög öflugt undanfarin ár og er hið svokallaða „Íslenska forvarnarmódel“ nú notað sem fyrirmynd starfs víðsvegar um heiminn. Rannsóknir og greining hefur kappkostað að hámarka nýtingu rannsóknargagnanna með því að greina staðbundnar niðurstöður fyrir sveitarfélög, hverfi, skóla og aðra hagsmunaaðila á hverju ári. Markmiðið er að niðurstöðurnar komist til skila til þeirra sem vinna að því að bæta líf barna og ungmenna frá grasrótinni og upp úr. Mikil áhersla er lögð á að meta þá þætti sem skipta máli í lífi ungmenna hverju sinni og meta breytingar í samfélaginu.

Margrét Lilja Guðmundsdóttir verður með kynningu fyrir foreldra á niðurstöðum könnunarinnar varðandi ungmenni í Álfhólsskóla fimmtudaginn 25.nóvember kl. 17:00.

Posted in Fréttir.