Skólasetning 24.ágúst

Kæru nemendur og foreldrar, skólasetning verður þriðjudaginn 24.ágúst.

Vegna sóttvarna er ekki hægt að bjóða foreldrum á skólasetningu og því boðum við aðeins nemendur.
Nemendur eru boðaðir á mismunandi tímum eftir árgöngum til að takmarka fjölda nemenda saman í rými.
Jafnframt er tekið tillit til tímasetningu á bólusetningum 12 – 15 ára barna sem fara fram sama dag.

Fyrirkomulagið verður með eftirfarandi hætti:
Reikna má með að skólasetning taki um það bil eina klukkustund hjá hverjum hóp.

Kl. 08:30 – 8.bekkur í salnum í Hjalla, síðan er farið í stofur

Kl. 09:00 – 9.bekkur í salnum í Hjalla, síðan er farið í stofur

Kl. 09:30 – 10.bekkur í salnum í Hjalla, síðan er farið í stofur

Kl. 10:00 – 7.bekkur í salnum í Hjalla, síðan er farið í stofur

Kl. 10:30 – 6.bekkur í salnum í Hjalla, síðan er farið í stofur

Kl. 11:00 – 5.bekkur í salnum í Hjalla, síðan er farið í stofur

Kl. 11:30 – 2. og 3.bekkur í salnum í Digranesi, síðan í stofur

Kl. 12:00 – 4.bekkur í salnum í Digranesi, síðan í stofur

Í 1.bekk verða sérstök skólaboðunarviðtöl og er sérstaklega boðað í þau. Formleg skólasetning hjá 1.bekk verður svo á fyrsta skóladeginum, miðvikudaginn 25.ágúst kl. 8:10.

Vegna stöðunnar í heimsfaraldri covid-19 og fjölda daglegra smita í samfélaginu verður samkvæmt tilmælum reynt að fara eins varlega
og unnt er miðað við aðstæður í skólanum við upphaf skólaársins. Við nýtum okkur reynslu síðasta árs.
Markmiðið er að reyna að takmarka eins og unnt er, ef upp kemur smit innan skólans, þann fjölda semþarf að fara í sóttkví.

Posted in Fréttir.