Skólabyrjun haustið 2021

Sumardvöl Frístundar fyrir þau sex ára börn sem eru að hefja skólagöngu í haust og eru skráð í sumardvölina byrjar í húsnæði Frístundar í skólahúsinu Digranesi mánudaginn 9.ágúst.

Skólaboðun í 1. bekk
Umsjónarkennarar munu boð foreldra og nemendur 1.bekkjar í viðtal áður en kemur að skólasetningu. Formleg skólasetning 1.bekkjar verður við upphaf fyrsta skóladags kl. 8:10 miðvikudaginn 25. ágúst.

Skólasetning fyrir 2. – 10. bekk verður þriðjudaginn 24.ágúst.
Í ljósi stöðunnar á Covid-19 faraldrinum eru ýmsir þættir varðandi fyrirkomulag skólasetningar og skólabyrjunina ennþá óljósir og því eru foreldrar og nemendur beðnir um að fylgjast með fréttum frá skólanum næstu tvær vikurnar. Upplýsingar verða uppfærðar hér eftir því sem tilefni verður til.

Við munum ávallt vinna í samræmi við og fylgja fyrirmælum almannavarna og sóttvarnalæknis auk þess sem við vinnum með Menntasviði Kópavogs að undirbúningi skólastarfsins.

Fréttin verður uppfærð þegar nánari upplýsingar liggja fyrir.

Posted in Fréttir.