Heimsmarkmið sameinuðu þjóðanna – Kortlagning

Bæjarstjórn Kópavogs hefur samþykkt að innleiða Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun í stefnu Kópavogsbæjar. Kópavogur verður fyrsta sveitarfélag á Íslandi til þess að innleiða Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna með formlegum hætti. Sjá nánar: https://www.kopavogur.is/heimsmarkmidin#gildi

Síðasta miðvikudag fór Álfhólsskóli af stað í þá vinnu að kortleggja heimsmarkmiðin innan veggja skólans. Þeirri vinnu stýrði teymi skólans um innleiðingu heimsmarkmiðanna ásamt Maríu Kristínu Gylfadóttur verkefnastjóra heimsmarkmiða menntasviðs. Fundurinn hófst á stuttu ávarpi formanns menntasviðs, Margréti Friðriksdóttur, og í kjölfarið hófst svokallað heimskaffi (e. World Café) þar sem starfsfólki var skipt niður í litla umræðuhópa. Eitt heimsmarkmið var til umræðu á hverju borði en hóparnir fóru á milli borða svo allir ræddu um a.m.k. þrjú markmið. Í lokin kynntu umræðustjórar á hverju borði stuttlega niðurstöður fyrir öllum hópnum. Þessari vinnu er þó hvergi nærri lokið og hafa nú allir starfsmenn aðgang að skjali þar sem þeir geta skoðað hvað er komið á blað um hvert heimsmarkmið og bætt við sínum hugmyndum. Að því loknu verða heildarniðurstöður sendar niður á menntasvið.

Hér má sjá myndir frá heimskaffinu.

Posted in Fréttir.