Fræðslufundur foreldra með lögreglu

Minnum foreldra/forráðamenn nemenda á unglingastigi á fræðslufundinn í kvöld með lögreglunemum HA og lögreglufulltrúum á höfuðborgarsvæðinu kl. 20:00 í salnum Hjallameginn.

Fræðslufundurinn felur í sér fræðslu fyrir foreldra ungmenna um hin ýmslu mál sem varða ungmenni og lögreglu í nútíma samfélagi. Lögreglunemarnir hafa fengið til liðs við sig Gumma Fylkis, sem vinnur námið með mörgum ungmennum, en hans starf felur í sér að leita að týndum ungmennum sem hafa leiðst út í neyslu og sýna áhættuhegðun. Einnig ætla Samfélagslöggurnar að koma og kynna sitt starf. Fyrrum lögreglumaður úr umferðardeild og kennara við Mennta- og starfsþróunarsetur lögreglunnar kemur og ætlar að spjall um hið almenna öryggi sem vert er að hafa í huga þegar kemur að notkun á vespum og umferðamálum.

Dagskrá kvöldsins:
20:00 : Nemendur í lögreglufræði við Háskólann á Akureyri kynna sig
20:10 : Samfélagslöggur kynna verkefnið sitt
20:50 : HLÉ – Kaffi og kleinur
21:00 : Sverrir – Umferðarmál/vespur
21:20 : Gummi Fylkis – Týndu börnin
22:00 : Umræður

Posted in Fréttir.