Dagur vináttunnar

Dagur vináttunnar var haldinn hátíðlegur í Álfhólsskóla í dag. Í morgun hittust vinabekkir eldri og yngri nemenda þar sem þeir ýmist föndruðu, fóru í leiki eða spiluðu. Í kjölfarið fóru nemendur og sóttu elstu leikskólabörnin í nærumhverfinu. Saman gengum við svo öll í skrúðgöngu gegn einelti í íþróttahúsið í Digranesi. Þar var svo stórskemmtileg dagskrá í tilefni dagsins. Nemendur voru fyrirmyndar áheyrendur og skemmtikraftar og erum við ákaflega stolt af þeim!

Á facebook síðu skólans má sjá fjölda mynda frá þessum frábæra degi.

Posted in Fréttir.