Öskudagur

Öskudagurinn var aldeilis skemmtilegur hjá okkur í Álfhólsskóla. Nemendur og kennarar klæddu sig margir upp í búninga og furðuföt í tilefni dagsins. Hefðbundið nám og kennsla var lagt til hliðar og fóru nemendur á hinar ýmsu stöðvar og tókust á við skemmtileg verkefni og leiki auk þess sem kötturinn var sleginn úr tunnunni í íþróttahúsinu.

Á facebooksíðu skólans má sjá myndir frá þessum stórskemmtilega degi.

 

 

Posted in Fréttir.