Stærðfræðidagurinn

Síðasta föstudag var alþjóðlegur dagur stærðfræðinnar. Af því tilefni var tekist á við fjölbreytt stærðfræðitengd verkefni á öllum stigum.
Á unglingastiginu var „Vinnum saman“ dagur með stærðfræðiþema allan daginn þar sem nemendur unnu saman í hópum þvert á árganga með ýmis viðfangsefni stærðfræðinnar, t.d. stærðfræðispil, suduku, spurningakeppni, þrautalausnir o.fl.
Á facebooksíðu skólans má nálgast fleiri myndir frá þessum skemmtilega degi.
Posted in Fréttir.