Söngvakeppni Félagsmiðstöðva Kópavogs

Viktoría Rós Antonsdóttir í 10.bekk lenti í þriðja sæti í söngvakeppni innan Kópavogs 30. janúar síðastliðinn og er því ein þeirra sem keppir fyrir hönd Kópavogs í söngvakeppni Samfés! Á facebooksíðu Álfhólsskóla má sjá myndband af flutningnum.

Það er vert að minnast á að nemendur Álfhólsskóla fjölmenntu á keppnina og mátti skynja mikinn stuðning og samheldni í hópnum. Liðsheild og samstaða sem þessi er endurspeglar þann góða skólabrag sem ríkir í Álfhólsskóla.

Posted in Fréttir.