Hreinsun á skólalóð

Nemendur Álfhólsskóla skiptast á að hreinsa skólalóðina. Tveir umsjónarhópar taka að sér að halda skólalóðinni hreinni viku í senn, einn í Digranesi og hinn í Hjalla. Þetta er fastur liður í Grænfánaverkefni skólans og gott framtak nemenda til að halda skólalóðinni hreinni og umhverfi skólans fallegu. Í dag nýttu nemendur í 6.SÓ þetta fallega haustveður og hreinsuðu skólalóðina af miklum dugnaði.

Posted in Fréttir.