Skólaslit og vorhátíð

Skólaslit Álfhólsskóla fóru fram fyrir fullum sal fimmtudaginn 7.júní kl. 13 í Íþróttahúsinu Digranesi. Skólahljómsveit Kópavogs spilaði, barnakór Álfhólsskóla söng og skólastjóri flutti skólaslitaræðu þar sem farið var yfir starfsemi skólans á skólaárinu og fluttar þakkir til nemenda, starfsfólks og foreldra.

Eftir skólaslitin var vorhátíð skólans á skólalóðinni við Digranes þar sem nemendur gátu leikið sér í hoppuköstulum, grillaðar voru pylsur ofl.
Veðrið lék við okkur og allir skemmtu sér hið besta.

Posted in Fréttir.