Stóra upplestrarkeppnin í Álfhólsskóla

Stóra upplestrarkeppni Álfhólsskóla var haldin fimmtudaginn 1.mars. Verðugir fulltrúar úr 7. bekkjum tóku þátt og lásu bæði brot úr skáldsögu og ljóð í von um að verða valin áfram til þátttöku á lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar, sem haldin verður í Salnum í Kópavogi 15.mars næstkomandi kl. 16:30. Allir keppendur stóðu sig mjög vel og eftir mjög jafna keppni voru Ingibert Snær og Sidra Sól valin sem aðalfulltrúar, bæði úr 7.MRV og Óðinn  úr 7.ERÞ sem varafulltrúi.
Dómnefnd skipuðu kennararnir Sigríður Ólafsdóttir, Sigrún Erla Ólafsdóttir og Steinarr Þór Þórðarson. Malla Rós umsjónarkennari í 7. bekk sá um að stýra keppninni. Sóley Erla sigurvegari frá því í fyrra flutti ljóð í upphafi og á meðan dómarar réðu ráðum sínum flutti Bryndís úr 10.bekk 2 lög, þ.m.t. frumsamda lagið sitt Lost og María úr 7.bekk spilaði undurfallega á píanó. Hópur foreldra sem og nemendur 6. og 7. bekkja fylgdust með. Flott keppni og stoltur nemendahópur sem og kennarar í lok hennar.

Posted in Fréttir.