Kærleikskaffihús Álfhólsskóla

Kaffihús fullt af kærleika og hátíðleika er starfsrækt núna á aðventunni í Álfhólsskóla. Vinabekkir koma saman og borða vöfflur með rjóma og drekka kakó með.  Lesin er jólasaga og sungnir jólasöngvar.  Mikil ánægja er með kaffihúsið og allir fara með gleði í hjarta inn í jólahátíðina.
Starfsmenn skiptast á að baka vöfflur og þjóna til borðs.
Posted in Fréttir.