Kærleikskaffihús í Álfhólsskóla

Kærleikskaffihús er starfrækt í Álfhólsskóla á aðventunni. Þar er boðið uppá nýbakaðar vöfflur.  Nemendur í vinabekkjunum komu saman og eiga mjög hátíðlega og vinarlega stund saman í salnum í Hjalla.  Yngri börnin syngja kærleikslag fyrir þau eldri sem lesa kærleiksögu fyrir yngri börnin. Í morgun komu fyrstu hóparnir og tókst mikill kærleikur með öllum í hópnum. Vinarleg tónlist var spiluð á meðan vöfflurnar voru snæddar og að sjálfsögðu var rjómi með.  Hér eru fleiri myndir úr kaffihúsinu.

Posted in Fréttir.