Heimsókn í leikskóla

Miðvikudaginn 26. október fór 1. bekkur í heimsókn á leikskólana Álfaheiði, Efstahjalla, Fögrubrekku og Kópahvol. Börnin fóru í heimsókn á þá leikskóla sem þau voru á en þau börn sem ekki höfðu verið á einhverjum þessara leikskóla fylgdu börnunum á Kópahvol. Flestir höfðu mjög gaman að og glöddust yfir að hitta aftur gamla félaga og kennara.

Posted in Fréttir.