Jólahlaðborð í Álfhólsskóla

Mikil hátíðarstund var á föstudaginn í Álfhólsskóla þegar nemendum og starfsfólki Álfhólsskóla var boðið í jólamat.  Reyndar er þetta árlegt og alltaf mjög hátíðarlegt.  Starfsmenn eldhússins töfruðu fram fjölbreyttan og einstæðan jólamat.  Nemendur í heimilisfræðivali og skólaliðar aðstoðuðu einnig til við veisluhöldin.  Nemendur og starfsfólk allt var mjög þakklátt og fór borðhaldið einkar vel fram.  Skafti deildarstjóri stýrði stundinni af miklum hátíðleika.  Hér eru myndir af þessari hátíðlegu stund og einnig af kræsingum hlaðborðsins.  En eins og segir í kvæðinu „nú mega jólin koma fyrir mér“
Posted in Fréttir.