Hátíðleg heimsókn úr leikskólunum

Í dag miðvikudaginn 9. desember komu elstu krakkarnir úr leikskólunum  Álfaheiði, Efstahjalla, Fögrubrekku og Kópahvoli til okkar í 1. bekk í kakó og piparkökur.
Nemendur í 1. bekk voru búnir að mála piparkökur sem þau buðu uppá og svo fengu allir kakó með rjóma.
Þetta var skemmtileg stund og enduðum við á að syngja, Bráðum koma blessuð jólin.  Hér eru nokkrar myndir úr heimsókninni. Takk fyrir komuna 🙂
Posted in Fréttir.