Á vísindasafni HÍ

Heimsókn 6. bekkja í Vísindasafn HÍ

Á vísindasafni HÍMiðvikudaginn 8.október fóru 6.HHR og 6.JÞS í heimsókn í Vísindasafn Háskólans sem staðsett er í anddyri Háskólabíós.  6. EÓÓ hafi farið 27. september s.l. Tekið var á móti 6.HHR kl. 9:00 og á móti 6.JÞS kl.11:00. Segja má að þessi heimsókn hafi m.a. verið liður í náttúrufræðikennslu barnanna þar sem börnin fengu kynningu á eðlis- og efnafræði ásamt einkar skemmtilegri fræðslu um jarðfræði Íslands t.a.m. var fjallað vel um atburðina sem eru að gerast í Holuhrauni.

Í heildina er hægt að fullyrða að heimsóknin í Vísindasafnið sé ómissandi liður í upplifun/kennslu barnanna.  Hér eru myndir úr heimsókninni.

Posted in Fréttir.