Bókmenntaverðlaun barnanna

Við í Álfhólsskóla tókum þátt í að velja bók til bókmenntaverðlauna barnanna 2014.  Barna – og unglingabókin Rangstæður í Reykjavík eftir Gunnar Helgason og  Amma Glæpon eftir breska gamanleikarann David Walliams í þýðingu Guðna Kolbeinssonar voru valdar bestar þetta árið.   Við í Álfhólsskóla óskum þeim, Gunnari Helgasyni og Guðna Kolbeinssyni, til hamingju með viðurkenninguna en við  dróum tvo heppna þátttakendur úr hópi þeirra sem tóku þátt hér í skólanum en alls tóku 124 nemendur á aldrinum 1. – 7. bekkur þátt.  Þær heppnu fengu boð um að komast í leikhús á leikritið Lína langsokkur í boði Borgarleikhússins. Um leið og við þökkum Borgarleikhúsinu fyrir stuðninginn óskum við þeim: Anítu Eik Jónsdóttur í 6. EÓÓ og Nínu Kristínu Kekic 7. IR til hamingju. 

Freydís og Siggerður Ólöf
á skólasafni Álfhólsskóla

Posted in Fréttir.