7.EÓÓ á 365 miðlum

Í síðustu viku var 7. bekk EÓÓ boðið í heimsókn til 365 miðla við Skaftahlíð.  Erna Hrönn, starfsmaður stöðvarinnar og útvarpskona, tók á móti hópnum og sagði frá sögu útvarps og sjónvarps frá upphafi til dagsins í dag.  
Nemendur fengu að skoða upptökuver frétta Stöðvar 2 og hljóðver uppáhalds útvarpsstöðva þeirra eins of FM957 og X-ið og hittu fyrir enga aðra en útvarpsmennina Ívar og Heiðar Austmann.
Vakti upptökuver veðurfréttanna þó mesta athygli hópsins og fengu þau að spreyta sig með mismunandi árangri. Komust þau að því að ekki er auðvelt að tala til áhorfenda  um leið og lesið er af textavélinni og bent á ímyndað veðurkort sem er staðsett í nokkurri fjarlægt. Hópurinn horfir væntanlega á veðurfréttirnar með öðrum augum en áður. Einnig fannst þeim aðstaða fréttalesara miklu minni en virðist í beinni útsendingu frétta.
Heimsóknin var fróðleg og skemmtileg og færum við Ernu Hrönn og 365 miðlum kærar þakkir fyrir frábærar mótttökur.  Hér eru myndir úr heimsókninni.
Posted in Eldri fréttir.