Lesum meira – Staðan

Föstudaginn 22. nóvember kl. 8:30 fara fram lokaúrslit í spurningakeppninni Lesum meira milli 4. og 5. bekkja Álfhólsskóla.
Keppt verður í hátíðarsal Álfhólsskóla (Hjalla) og eru foreldrar velkomnir.  Keppnin tekur um klukkustund. Þeir bekkir sem keppa til úrslita eru 5. HHR eða bleika liðið og 4. SA sem eru rauða liðið.
Við bendum kennurum og nemendum skólans á að þeir eru velkomnir til lokakeppninnar en tryggja verður næði og vinnufrið fyrir alla.

Fyrir hönd vinnuhóps um læsi
Siggerður Ólöf Sigurðardóttir
forstöðumaður skólasafns Álfhólsskóla (Hjalla)

Posted in Eldri fréttir.