Markaðstorg í Álfhólsskóla

Ágætu foreldrar/forráðamenn barna í 5.-10. bekk og starfsfólk í Álfhólsskóla 

Nú stendur til að hafa MARKAÐSDAG laugardaginn 2. nóvember í skólanum.
Hugmyndin er að bjóða foreldrum/forráðamönnum, nemendum og kennurum í skólanum að setja upp sölubása og mæta þangað með;  notuð eða ný föt, handverk, dót, kökur eða hvaðeina sem ykkur langar til að selja og búa til „Kolaportastemmningu“.

Hugmyndin er einnig að 9. og 10. bekkingar væru með kaffisölu til styrktarskólaferðum eða öðrum ferðalögum á vegum bekkjarins. 

Reiknað er með að þeir sem ætla að taka þátt verði mættir um kl. 10:00 til að undirbúa sitt sölusvæði og markaðurinn verður síðan opinn frá kl. 11:00-16:00.

Söluandvirði rennur til hvers og eins, en að sjálfsögðu geta bekkir sem eru að safna fyrir ferðum komið sér saman um að nota söluna hjá þeim í ferðasjóði. 

Skólastjórnendur í Álfhólsskóla hafa tekið þessari hugmynd fagnandi og vilja gera hana að árlegum viðburði. 

Við viljum biðja ykkur sem áhuga hafa á að koma þennan dag og taka þátt að láta vita fyrir fimmtudaginn 31. október, því við þurfum að vita nokkurn veginn fjölda þeirra sem ætla að taka þátt upp á plássið í sal skólans. Einnig væri gott að vita hvað þið komið til með að selja á markaðnum uppá auglýsinguna. Athugið að fyrstir koma fyrstir fá pláss. 

MARKAÐURINN ER ÖLLUM OPINN og verður auglýstur í nærliggjandi búðum og leikskólum í hverfinu.  
Hér er auglýsing með markaðsdeginum frá foreldrafélagi Álfhólsskóla.

Vinsamlega látið eftirfarandi aðila vita um þátttöku fyrir 31. október:

Ragnheiður Þór Guðmundsdóttir     gsm: 8924822    rthg@fb.is         
Guðrún Lilja Hermannsdóttir     guhdottir@hotmail.com
Guðni Björnsson            gudnir@internet.is

Posted in Fréttir.