dagurmedbonda

Dagur með bónda

dagurmedbondaÍ síðustu viku fengu 7. bekkir skemmtilega heimsókn þegar bóndinn Berglind Hilmarsdóttir frá Núpum undir Eyjafjöllum  kom og fræddi borgarbörnin um líf og starf bóndans.  Þetta er 15. skólaárið sem bændur heimsækja 7. bekkinga vítt um landið.  Eins og segir í kynningu frá bændasamtökunum þá hefur bóndinn átt með nemendum…..
… margar ógleymanlegar stundir, hlegið saman og skipst á að reka upp stór augu:
 – nemendur vegna þess hve margt í sveitinni (líka bóndinn) er skrýtið og skemmtilegt
 – bóndinn vegna þess hve nemendur eru skemmtilegir og fróðir … eða ófróðir
 – kennarinn af því áhyggjur af því hvernig bekkurinn myndi standa sig voru alveg óþarfar.

Er skemmst frá því að segja að nemendur hlustuðu hugfangnir á frásagnir úr sveitinni um leið og þeir urðu margs vísari um það hversu landbúnaður er mikilvæg atvinnugrein bæði hér heima og erlendis. Við þökkum Berglindi kærlega fyrir fróðlega skemmtun.

Posted in Fréttir.