Menntun, sjálfstæði, ánægja

Þemadagar í Álfhólsskóla tókust með ágætum. Unnið var með gildi skólans sem eru.. MENNTUN, SJÁLFSTÆÐI OG ÁNÆGJA. 
Nemendum var skipt í hópa og voru mismunandi hvernig nemendur innan árganga unnu saman í hóp. Unnið var að mörgum skemmtilegum verkefnum s.s. voru gerð stór sameiginleg spjöld með gildunum sem verða hengd upp í anddyri skólana, einnig gerðu allir hendina sína sem var sett á sameiginlegt tré. Við vorum með dans, söng, ratleik og vinabönd.   Á eldrastigi var einnig unnið með einkunnarorð skólans.  Alls konar veggmyndir sem á að hengja upp s.s. fingrafarafoss, kubbamyndir, armbönd, leikir, ljóð, stuttmyndir og margt fleira.  Dagarnir voru mjög skemmtilegir og allir mjög ánægðir og gleðin var ríkjandi hjá okkur í þemanu.  Hér eru myndir úr þemanu.
Posted in Fréttir.