Göngum í skólann

Álfhólsskóli er þátttakandi í verkefninu Göngum í skólann.  Meginmarkmið verkefnisins er að hvetja nemendur til að ganga eða hjóla
til og frá skóla á öruggan hátt og jafnframt að fræða þau um
ávinning reglulegrar hreyfingar.
Af þessu tilefni verður efnt til sérstaks átaks dagana 26. september
til og með 2. október þar sem nemendur og starfsmenn eru
hvattir til að koma gangandi eða hjólandi í skólann.
Á hverjum degi  þessa fimm daga munu umsjónarkennarar í hverjum bekk skrá hversu margir koma gangandi, hjólandi eða eru keyrðir í skólann.
Miðvikudaginn 2. október munu síðan allir nemendur og starfsmenn fara saman í gönguferð í nágrenni skólans og þá verður jafnframt veitt viðurkenning til þess bekkjar sem best stendur sig í að koma gangandi eða hjólandi í skólann þessa fimm daga.
 
Posted in Fréttir.