Landnámshátíð 5. bekkjar 2013

Með sanni má segja að Landsnámshátíð Álfhólsskóla hafi tekist mjög vel.  Fengum við að kynnast því sem landnámsmenn Íslands hafa vafalítið lent í en það var vosbúð og nokkrar hremmingar.  Þrátt fyrir rigningu héldum við okkar striki en fluttum okkur nær skólanum okkar og héldum hátíðina í skólanum og á skólalóð.  Við fórum í hefðbundna skrúðgöngu með viðkomu í Digranesi, fórum í grenndarskóginn okkar og skiptum okkur síðan á vinnustöðvar.  Nú sem áður voru hestarnir með okkur, það var eldað kakó og steiktar lummur, farið í leiki, barist með sverðum, stiginn Vikivaki, málaðar landnámsmyndir og vefað svo eitthvað sé nefnt.  Að sjálfsögðu borðuðum við skyr og flatbrauð með hangikéti.  Hér eru myndir frá hátíðinni okkar.
Posted in Fréttir.