verdlaunalfo

Skákmenn Álfhólsskóla á Norðurlandamót

verdlaunalfoÞann 18. mars 2012 varð sveit Álfhólsskóla Íslandsmeistari barnaskólasveita í skák. Var það einstakur árangur og skólanum mikill sómi. Sveitina skipuðu fjórir ungir drengir; Dawid Kolka, Róbert Leó Jónsson, Felix Steinþórsson og Guðmundur Agnar Bragason.

Með sigri sínum unnu þeir rétt til þátttöku á Norðurlandamóti barnaskólasveita í skák, en mótið fer fram dagana 6. – 9. september 2012 í Stokkhólmi. Við óskum þeim góðs gengis á mótinu.

Posted in Skák.