landnam1802

Sýning 5.bekkinga 6.janúar

landnam1802Kæru foreldrar nemenda í fimmta bekk. 
Nú er komið að þriðju sýningu barnanna ykkar í landnámsþemanu í vetur.Við ætlum að sýna strax að loknu jólafríi, föstudaginn 6. janúar klukkan 10:30. Eins og fyrr í vetur verða leiklistarhópurinn og  tónlistarhópurinn á leiksviðinu. Hinar list- og verkgreinarnar verða með opið hús og hafa þar að auki lagt hönd á plóg við búninga og leikmynd. Heimilisfræðihópurinn býður gestum upp á lummur að fornum sið. Þið eruð öll hjartanlega velkomin og vonumst við til að sjá ykkur sem flest. Opna húsið hefst klukkan 9:50 en leik- og tónlistarsýningin klukkan 10:30.

Bestu kveðjur og gleðileg ár
List- og verkgreinakennarar

Posted in Fréttir.